Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
   þri 13. febrúar 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Samband Tuchel og De Ligt sagt slæmt
Mynd: EPA

Samband Thomas Tuchel og Matthijs de Ligt virðist vera í molum eftir 3-0 tap Bayern gegn Leverkusen um helgina.


Tuchel spilaði með þrjá miðverði gegn Leverkusen en hefur verið vanur að spila með tvo, De Ligt hafði verið í byrjunarliðinu í síðustu fimm leikjum þegar kom að leiknum gegn Leverkusen en Tuchel valdi Dayot Upamecano, Eric Dier og Kim Min-jae framyfir hann.

Þýski miðillinn Bild greinir frá því að De Ligt hafi verið allt annað en sáttur við þessa ákvörðun en hann sagði í viðtali eftir leikinn að hann væri heill heilsu svo valið hafði ekkert með það að gera.

Bayern var í dauðaleit að miðverði í janúar og fékk að lokum Dier frá Tottenham. Bild segir að félagið hafi viljað fá Ronald Araujo frá Barcelona og Jonathan Tah frá Leverkusen.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner