lau 13. apríl 2019 10:17
Arnar Helgi Magnússon
Real losar Kroos fyrir Pogba og Eriksen
Powerade
Þá er komið að slúðurpakkanum þennan laugardaginn. Breski miðillinn BBC tók saman.

Real Madrid skoðar það nú að losa sig við Toni Kroos frá félaginu í sumar til þess að geta átt fyrir launakostnaði fyrir bæði Paul Pogba og Christian Eriksen en liðið ætlar sér stóra hluti á leikmannamarkaðnum í sumar. (AS)

Talið er að Inter hafi nú þegar hafið viðræður við Tottenham um möguleg kaup á Eriksen. Inter er tilbúið að bjóða 100 milljónir evra í leikmanninn. (Tuttosport)

Ole Gunnar Solskjær segir að Paul Pogba muni einbeita sér 100% að Manchester United þó svo að Real sé að undirbúa risatilboð í leikmanninn. Mirror)

Það kom Marco Silva, þjálfara Everton, í opna skjöldu þegar hann var spurður út í það hvort að Theo Walcott væri á leiðinni frá félaginu. (Liverpool Echo)

Manchester United hefur ekki lengur áhuga á leikmanni Crystal Palace, Aaron Wan-Bissaka. Félagið hefur nú snúið sér að Thomas Meunier, leikmanni PSG. (Sun)

Matthijs De Ligt mun yfirgefa Ajax í sumar og ganga í raðir Barcelona eða Bayern Munchen. Þetta segir hollenski þjálfarinn Erik ten Hag. (Suddeutsche)

Louis Van Gaal segir að De Ligt eigi að velja á milli Barcelona og Manchester City. Hann eigi ekki að ganga í raðir Juventus. (Gazzetta)

Real Madrid hefur enn áhuga á Sadio Mane en liðið ætlar ekki að gera tilboð í leikmanninn í sumar nema að Senegalinn biðji um sölu frá Liverpool. (El Confidencial)

Bournemouth íhugar það nú að selja Ryan Fraser til Arsenal en talið er að kaupverðið á skoska leikmanninum yrði um 25 milljónir punda. (Mirror)

Tottenham ætlar að bjóða 30 milljónir punda í Andre Gomes, leikmann Barcelona, sem nú er á láni hjá Everton. Stjórnarmenn og þjálfarar Tottenham hafa hrifist af frammistöðu hans á tímabilinu. (Star)

Manchester United er tilbúið að tvöfalda laun Ander Herrera til þess að halda leikmanninum hjá félaginu. (Forbes)

Athugasemdir
banner
banner