Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 13. apríl 2019 10:17
Arnar Helgi Magnússon
Real losar Kroos fyrir Pogba og Eriksen
Powerade
Til Real?
Til Real?
Mynd: Getty Images
Real vill einnig fá Mane
Real vill einnig fá Mane
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Þá er komið að slúðurpakkanum þennan laugardaginn. Breski miðillinn BBC tók saman.

Real Madrid skoðar það nú að losa sig við Toni Kroos frá félaginu í sumar til þess að geta átt fyrir launakostnaði fyrir bæði Paul Pogba og Christian Eriksen en liðið ætlar sér stóra hluti á leikmannamarkaðnum í sumar. (AS)

Talið er að Inter hafi nú þegar hafið viðræður við Tottenham um möguleg kaup á Eriksen. Inter er tilbúið að bjóða 100 milljónir evra í leikmanninn. (Tuttosport)

Ole Gunnar Solskjær segir að Paul Pogba muni einbeita sér 100% að Manchester United þó svo að Real sé að undirbúa risatilboð í leikmanninn. Mirror)

Það kom Marco Silva, þjálfara Everton, í opna skjöldu þegar hann var spurður út í það hvort að Theo Walcott væri á leiðinni frá félaginu. (Liverpool Echo)

Manchester United hefur ekki lengur áhuga á leikmanni Crystal Palace, Aaron Wan-Bissaka. Félagið hefur nú snúið sér að Thomas Meunier, leikmanni PSG. (Sun)

Matthijs De Ligt mun yfirgefa Ajax í sumar og ganga í raðir Barcelona eða Bayern Munchen. Þetta segir hollenski þjálfarinn Erik ten Hag. (Suddeutsche)

Louis Van Gaal segir að De Ligt eigi að velja á milli Barcelona og Manchester City. Hann eigi ekki að ganga í raðir Juventus. (Gazzetta)

Real Madrid hefur enn áhuga á Sadio Mane en liðið ætlar ekki að gera tilboð í leikmanninn í sumar nema að Senegalinn biðji um sölu frá Liverpool. (El Confidencial)

Bournemouth íhugar það nú að selja Ryan Fraser til Arsenal en talið er að kaupverðið á skoska leikmanninum yrði um 25 milljónir punda. (Mirror)

Tottenham ætlar að bjóða 30 milljónir punda í Andre Gomes, leikmann Barcelona, sem nú er á láni hjá Everton. Stjórnarmenn og þjálfarar Tottenham hafa hrifist af frammistöðu hans á tímabilinu. (Star)

Manchester United er tilbúið að tvöfalda laun Ander Herrera til þess að halda leikmanninum hjá félaginu. (Forbes)

Athugasemdir
banner
banner