Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. apríl 2019 11:30
Arnar Helgi Magnússon
Rudiger er trúðurinn í klefanum hjá Chelsea
Mynd: Getty Images
Dansari mikill
Dansari mikill
Mynd: Getty Images
Sky Sports hitar nú vel upp fyrir stórleik morgundagsins í ensku úrvalsdeildinni þegar Liverpool tekur á móti Chelsea.

Antonio Rudiger, varnarmaður Chelsea, var fenginn í skemmtilegt viðtal þar sem að hann ræðir búningsklefann hjá Chelsea. Hver stjórnar tónlistinni, hver er trúðurinn og hver er besti dansarinn.

Greinina má lesa með því að smella hér

Trúðurinn í klefanum
„Ég verð að taka þetta á mig," segir Rudiger.

„Ég vil ekki vera einhver trúður en stundum segi ég hluti og þá hlægja strákarnir. Ég hef gaman af því. Mér finnst gaman þegar það er hlegið að mér og ég hlæ líka að sjálfum mér."

Hudson-Odoi stjórnar tónlistinni
„Fyrir leiki þá er hver og einn með sína tónlist í heyrnartólum. Í klefanum fyrir æfingar og svona þá er það Hudson-Odoi sem að stjórnar. Ég geri það nú stundum líka og þá set ég á afríska tónlist," segir Rudiger.

„Ég held að það fýli allir þá tónlist. Það hefur að minnsta kosti enginn sett út á það."

Azpilicueta verst klæddur
„Hann er af gamla skólanum og vill vera vel girtur. Hann girðir bolinn alltaf ofan í buxurnar eins og þið sjáið bara í leikjum. Ég elska Azpi en ég verð að gefa honum þetta."

Verstu og bestu dansararnir
„Versti er klárlega Ross Barkely. Hann nær ekki taktinum. Hann getur ekki bætt sig, það er ekki séns. Sorry Ross!

„Ég verð að segja að Hudson Odoi sé besti dansarinn. Hann virðist kunna þetta."

„Þegar ég dansa þá hlær fólk, ég verð að gefa Odoi þetta."

Kante fær flestu sektirnar
„Hann mætir alltaf of seint, alltaf! Hann mætir aldrei mjög seint en ef það er hittingur klukkan hálf tólf þá mætir hann einni mínútu síðar. Hann er hljóðlátur og það er ekki hægt að hata hann. Ef þú hatar hann þá er eitthvað að þér. Hann er frábær náungi."

„Hann er alltaf brosandi. Ef maður segir honum að mæta á réttum tíma þá bara fer hann að hlægja."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner