Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 13. apríl 2021 09:58
Elvar Geir Magnússon
Vilja skapa smá uppnám í París
Hansi Flick, stjóri Bayern.
Hansi Flick, stjóri Bayern.
Mynd: Getty Images
Marquinhos verður ekki með PSG.
Marquinhos verður ekki með PSG.
Mynd: Getty Images
Hansi Flick, stjóri Bayern München, segir að sitt lið þurfi að skapa „smá uppnám" ef það ætlar að slá út Paris St-Germain og komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar.

Bayern skapaði sér urmul færa en tapaði 3-2 í fyrri leiknum og þarf liðið því að skora að minnsta kosti tvö mörk á Prinsavöllum í kvöld ef það ætlar að komst áfram.

„Þetta verður erfitt verkefni en við erum í þessu fyrir svona leiki. Við viljum skapa smá uppnám í París og það yrði magnað að ná því," segir Flick.

Bayern átti 31 marktilraun í fyrri leiknum en skoraði bara tvö mörk.

„Við fengum fullt af færum en nýtingin var ekki nægilega góð. Við þurfum að þröngva PSG í að gera mistök. Við vitum að við þurfum að skora tvö mörk að minnsta kosti," segir Flick.

Staðan á liðunum
Bayern verður áfram án markakóngsins Robert Lewandowski þó pólski landsliðsmaðurinn sé byrjaður að æfa aftur eftir að hafa meiðst á hné í landsliðsverkefni.

Vængmaðurinn Serge Gnabry er fjarverandi eftir að hafa greinst með Covid-19 en Leon Goretzka, Lucas Hernandez, Jerome Boateng og Kingsley Coman hafa hrist af sér smávægileg meiðsli.

PSG verður án fyrirliða síns, varnarmaðurinn Marquinhos hlaut meiðsli í fyrri leiknum. Þá er óvíst með Marco Verratti og Alessandro Florenzi sem eru nýbyrjaðir að æfa aftur eftir að hafa greinst með Covid-19.

Leikir dagsins:
19:00 Chelsea - Porto (2-0)
19:00 PSG - Bayern (3-2)
Athugasemdir
banner
banner