Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   lau 13. apríl 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Fram fær Birnu Kristínu frá Fylki (Staðfest)
Mynd: Fram
Miðjumaðurinn Birna Kristín Eiríksdóttir er gengin í raðir Fram frá Fylki en hún kemur að láni út tímabilið.

Birna er 23 ára gömul sem er uppalin í Fylki en hún á alls 60 leiki og 7 mörk í meistaraflokki, mest með Fylki, en hún lék einnig eitt tímabil með Haukum.

Fylkir hefur samþykkt að lána Birnu til Fram út tímabilið og hefur Fram staðfest tíðindin.

Fram hafnaði í 7. sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili eftir að hafa unnið 2. deildina árið á undan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner