Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 13. maí 2021 18:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. deild: Höttur/Huginn lagði Tindastól í spennuleik - Pape skoraði
Höttur/Huginn fer vel af stað undir stjórn Brynjars Árnasonar (hér til vinstri).
Höttur/Huginn fer vel af stað undir stjórn Brynjars Árnasonar (hér til vinstri).
Mynd: Höttur/Huginn
Tindastóll 2 - 3 Höttur/Huginn
1-0 Pape Mamadou Faye ('10)
1-1 Pablo Carrascosa ('12)
2-1 Halldór Broddi Þorsteinsson ('22)
2-2 Ion Perelló Machi ('54)
2-3 Knut Erik Myklebust ('82)

Höttur/Huginn náði að knýja fram sigur gegn Tindastóli þegar liðin áttust við í 3. deild karla í dag.

Tindastóll var að leika sinn fyrsta leik í sumar eftir að leik þeirra í fyrstu umferð gegn KFG var frestað vegna smita á Sauðárkróki.

Pape Mamadou Faye byrjar vel fyrir Tindastól því hann kom þeim yfir á tíundu mínútu leiksins með laglegri afgreiðslu. Höttur/Huginn var ekki lengi að jafna því Pablo Carrascosa svaraði tveimur mínútum síðar.

Það voru heimamenn sem leiddu í hálfleik; Halldór Broddi Þorsteinsson kom Stólunum aftur í forystu á 22. mínútu leiksins og var staðan 2-1 í hálfleik.

Brynjar Árnason, ungur þjálfari Hattar/Hugins, fór vel yfir málin með sínum mönnum í hálfleik og þeir jöfnuðu á 54. mínútu. Ion Perelló Machi skoraði og svo þegar átta mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma kom sigurmarkið í leiknum. Það gerði Knut Erik Myklebust fyrir Hött/Hugin; lokatölur 2-3.

Höttur/Huginn fer vel af stað í sumar og er með fullt hús eftir tvo leiki. Þetta var sem fyrr segir fyrsti leikur Tindastóls. Deildin heldur áfram að rúlla á morgun og á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner