Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 13. maí 2022 21:16
Victor Pálsson
Besta deild kvenna: Valur og Blikar með sigra - Afturelding vann í Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sigur Breiðabliks í Bestu deild kvenna kom fáum á óvart í kvöld er liðið spilaði við botnlið KR í fjórðu umferð sumarsins.


Breiðablik hafði byrjað mótið á tveimur sigrum og einu tapi en liðið tapaði óvænt gegn Keflavík í annarri umferð 1-0 á útivelli.

KR hafði á meðan tapað öllum sínum þremur leikjum sannfærandi og var með mínus tíu í markatölu áður en flautað var til leiks í kvöld.

Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur í þessari viðureign en liðið skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og tvö mörk í þeim seinni.

Valur vann einnig sinn þriðja sigur í sumar en liðið heimsótti Stjörnuna og vann leikinn með tveimur mörkum gegn engu.

Mist Edvardsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir skoruðu mörk Vals í þessum leik.

Valur og Breiðablik eru sigurstranglegustu liðin í mótinu en Valur hafði einnig tapað leik í annarri umferð og það gegn Þór/KA 2-1 á útivelli.

Afturelding vann þá sinn fyrsta sigur og þá góðan sigur er liðið heimsótti Keflavík á útivelli.

Afturelding hafði tapað gegn Þór/KA, Þrótt Reykjavík og Selfoss í fyrstu umferðunum og gerðu vonir um sín fyrstu stig í kvöld.

Keflavík tók forystuna úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Sólveig Jóhannesdóttir Larsen og Christina Clara Settles skoruðu mörk Aftureldingar í endurkomunni.

Selfoss er eina taplausa lið deildarinnar og er með sjö stig og spilar við Þór/KA á morgun.

KR 0 - 4 Breiðablik
0-1 Alexandra Jóhannsdóttir ('5 )
0-2 Hildur Antonsdóttir ('33 )
0-3 Heiðdís Lillýardóttir ('53 )
0-4 Karen María Sigurgeirsdóttir ('77 )

Lestu um leikinn

Stjarnan 0 - 2 Valur
0-1 Mist Edvardsdóttir ('24 )
0-2 Arna Sif Ásgrímsdóttir ('56 )

Lestu um leikinn

Keflavík 1 - 2 Afturelding
1-0 Anita Lind Daníelsdóttir ('14 , víti)
1-1 Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('36 )
1-2 Christina Clara Settles ('43 )

Lestu um leikinn


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner