Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
   fim 13. júní 2024 21:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haddi er mikill Framari - „Ætlum okkur alla leið"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net ræddi við Hallgrím Jónasson þjálfara KA eftir 3-0 sigur liðsins á Fram í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Liðið er komið í undanúrslit keppninnar þriðja árið í röð.

Lestu um leikinn: KA 3 -  0 Fram

„Gríðarlega ánægður. Flottur leikur hjá okkur í dag, spiluðum á móti sterku liði Fram og vinnum 3-0 og mér fannst við eiga góða frammistöðu," sagði Haddi.

„Við vorum ótrúlega duglegir. Vorum tilbúnir að berjast fyrri hvorn annan. Við vorum búnir að tala um að bikarinn gæti verið gulrót fyrir okkur í sumar, þetta er búið að vera erfið brekka fyrir okkur í sumar og oft geta svona leikir skotið manni í gang. Við erum orðnir bikarlið, þriðja árið í röð sem við förum í undanúrslit og ætlum okkur alla leið."

Haddi hrósaði Fram gríðarlega mikið að lokum þar sem KA fékk að nýta völlinn þeirra í Evrópuævintýrinu sínu á síðustu leiktíð.

„Svona sigrar gefa manni. Fram er uppáhalds lið okkar KA manna í Reykjavík. Komu ótrúlega vel fram við okkur í fyrra í Evrópuævintýrinu og voru tilbúnir að leggja okkur þvílíka hjálparhönd. Við erum miklir Framarar hérna fyrir norðanen samt vildi ég vinna leikinn og sem betur fer tókst það," sagði Haddi.


Athugasemdir
banner
banner