Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
banner
   fim 13. júní 2024 21:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haddi er mikill Framari - „Ætlum okkur alla leið"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net ræddi við Hallgrím Jónasson þjálfara KA eftir 3-0 sigur liðsins á Fram í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Liðið er komið í undanúrslit keppninnar þriðja árið í röð.

Lestu um leikinn: KA 3 -  0 Fram

„Gríðarlega ánægður. Flottur leikur hjá okkur í dag, spiluðum á móti sterku liði Fram og vinnum 3-0 og mér fannst við eiga góða frammistöðu," sagði Haddi.

„Við vorum ótrúlega duglegir. Vorum tilbúnir að berjast fyrri hvorn annan. Við vorum búnir að tala um að bikarinn gæti verið gulrót fyrir okkur í sumar, þetta er búið að vera erfið brekka fyrir okkur í sumar og oft geta svona leikir skotið manni í gang. Við erum orðnir bikarlið, þriðja árið í röð sem við förum í undanúrslit og ætlum okkur alla leið."

Haddi hrósaði Fram gríðarlega mikið að lokum þar sem KA fékk að nýta völlinn þeirra í Evrópuævintýrinu sínu á síðustu leiktíð.

„Svona sigrar gefa manni. Fram er uppáhalds lið okkar KA manna í Reykjavík. Komu ótrúlega vel fram við okkur í fyrra í Evrópuævintýrinu og voru tilbúnir að leggja okkur þvílíka hjálparhönd. Við erum miklir Framarar hérna fyrir norðanen samt vildi ég vinna leikinn og sem betur fer tókst það," sagði Haddi.


Athugasemdir
banner