Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   fim 13. júní 2024 09:18
Elvar Geir Magnússon
Kominn aftur til Færeyja eftir sneypuför til Lyngby
Magne Hoseth er kominn aftur til Færeyja.
Magne Hoseth er kominn aftur til Færeyja.
Mynd: Getty Images
Norski þjálfarinn Magne Hoseth er kominn aftur í færeyska boltann og er tekinn við B36 í Þórshöfn. Hoseth er fyrrum þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Lyngby en hann tók við þegar Freyr Alexandersson lét af störfum og fór til Belgíu.

Ekkert gekk hjá Hoseth í Lyngby og hann var aðeins 50 daga í starfi. Hann þótti ekki hafa hentað í starfið og fékk ekki stuðning frá starfsfólki né leikmönnum.

Hoseth var þjálfari KÍ í Klaksvík og náði þarmögnuðum árangri. Frammistaða liðsins í Evrópukeppnum vakti heimsathygli

Nú fær Hoseth það verkefni að reyna að koma B36 á beinu brautina eftir að þjálfarinn Dan Brimsvík var rekinn. Hann gerði samning út tímabilið og verður svo framhaldið ákveðið að því loknu.

Liðið er í fimmta sæti færeysku Betri deildarinnar, sautján stigum frá HB og Víkingi úr Götu sem eru efst. Þess má geta að KÍ Klaksvík er í þriðja sæti, sex stigum frá forystuliðunum tveimur.
Athugasemdir
banner
banner