Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 13. júlí 2020 17:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fær ekki að æfa og spila með Skallagrími á meðan málið er í ferli
Úr leik Skallagríms og Berserkja.
Úr leik Skallagríms og Berserkja.
Mynd: Guðmundur Arnar Sigurðsson
Atli Steinar Ingason, leikmaður Skallagríms, lét ólíðandi ummæli falla í leik gegn Berserkjum í 4. deild karla síðastliðið föstudagskvöld.

Atli Steinar kallaði Gunnar Jökul Johns, leikmann Berserkja, „apakött" og sagði honum að „drullast heim til Namibíu".

Knattspyrnudeild Skallagríms hefur núna sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að Atli fái ekki að leika né æfa með félaginu á meðan málið er í ferli hjá Knattspyrnusambandi Íslands.

Yfirlýsing Skallagríms
Stjórn Knattspyrnudeildar Skallagríms lítur ummæli Atla Steinars Ingasonar leikmanns meistaraflokks félagsins, sem féllu í leik á móti Berserkjum, mjög alvarlegum augum. Á fundi leikmanna félagsins í gær kom skýrt fram að þeir, sem og þjálfarar og stjórn Skallagríms líða ekki þessa hegðun. Því mun Atli hvorki leika né æfa með félaginu á meðan agabrot hans er til umfjöllunar hjá aganefnd KSÍ.

Knattspyrnudeild Skallagríms lítur svo á, að málið sé í formlegu ferli hjá aganefnd KSÍ sem ber að virða. Frekari ákvörðun um viðbrögð Knattspyrnudeildar Skallagríms verður tekin í kjölfar niðurstöðu aganefndar.

Sjá einnig:
KSÍ skoðar kynþáttafordóma frá leikmanni Skallagríms
Leikmaður Berserkja kallaður apaköttur og sagt að fara heim til Namibíu
Ábendingar um að sami maður hafi fengið tveggja ára bann frá KSÍ 2015
Leikmaður Skallagríms biðst afsökunar: Ummælin áttu ekki að vera rasísk
Yfirlýsing frá Skallagrími: Gripið til viðeigandi ráðstafana
Athugasemdir
banner
banner
banner