Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 13. ágúst 2020 00:08
Elvar Geir Magnússon
Ívar Orri flautar íslenska boltann aftur á
Ívar Orri (lengst til hægri)
Ívar Orri (lengst til hægri)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski boltinn fer aftur af stað á föstudagskvöld þegar KR og FH eigast við í stórleik í Pepsi Max-deild karla klukkan 18:00.

Ívar Orri Kristjánsson mun flauta íslenska boltann aftur á en hann var valinn dómari ársins á síðasta ári af Fótbolta.net.

Birkir Sigurðarson og Egill Guðvarður Guðlaugsson verða aðstoðardómarar á leiknum og fjórði dómari Jóhann Ingi Jónsson.

Stjarnan og Grótta mætast einnig á föstudagskvöld, sá leikur verður klukkan 19:15 og heldur Þorvaldur Árnason um flautuna.

Lengjudeild karla fer líka aftur af stað á föstudagskvöld en þá leika Fram og ÍBV. Fram er í 4. sæti en ÍBV í 2. sæti. Guðgeir Einarsson dæmir þann leik.

Sjá einnig:
Ísland um helgina - Sjáðu leikjadagskrána í endurkomu fótboltans
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner