Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 13. ágúst 2020 13:06
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Páll um álagið: Það er skemmtilegast að spila leiki
Rúnar Páll Sigmundsson og Ólafur Jóhannesson, þjálfarar Stjörnunnar.
Rúnar Páll Sigmundsson og Ólafur Jóhannesson, þjálfarar Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var létt yfir Rúnari Páli Sigmundssyni, þjálfara Stjörnunnar, þegar Fótbolti.net heyrði í honum í dag.

Boltinn er að byrja að rúlla aftur og Stjarnan á heimaleik gegn Gróttu annað kvöld klukkan 19:15.

Garðbæingar eru bara búnir með sex leiki í Pepsi Max-deildinni og það verður leikið þétt til mótsloka. Liðið á leik gegn FH strax á mánudaginn.

„Það er frábær tilfinning og mikil tilhlökkun að byrja þetta aftur. Þetta byrjar með látum og fullt af leikjum í ágúst, þetta verður gríðarlega skemmtilegt," segir Rúnar.

„Þetta er bara leikur - endurheimt - frí - leikur, þannig verður bara dagskráin hjá okkur ágúst. Eftir landsleikjahléið verður þetta svipað. Við viljum spila leiki, það er skemmtilegast."

„Þetta hefur verið skrítið sumar. Það er miðjan á ágúst og við eigum sextán leiki eftir í deildinni og vonandi förum við sem lengst í bikarnum lika. Þetta klárast vonandi fyrir desemberlok!"

Allir ferskir og lausir við meiðsli
Hvernig lýst Rúnari á leikinn gegn Gróttu annað kvöld?

„Hrikalega vel. Grótta er öflugt lið, nýliðar í deildinni. Við þurfum bara að eiga okkar besta leik til að fá eitthvað úr þeim leik," segir Rúnar.

Hvernig er staðan á hópnum hjá Stjörnunni, eru menn klárir í þetta?

„Heldur betur! Það eru allir ferskir og lausir við meiðsli. Það er fullur hópur og gríðarleg stemning í liðinu. Við hlökkum mikið til."

Vonandi sér Silfurskeiðin leikinn
Það hefur verið í lausu lofti hvort áhorfendur verði leyfðir í komandi leikjum.

„Valdimar vallarstjóri og viðburðastjóri félagsins græjar þetta. Það er „fínt" fyrir félögin að þurfa að bíða lengi eftir því að græja þetta allt sama," segir Rúnar. „Við vonum að Silfurskeiðin komist allaveg að!"

NÆSTU LEIKIR Í PEPSI MAX-DEILD KARLA:

föstudagur 14. ágúst
18:00 KR-FH (Meistaravellir)
19:15 Stjarnan-Grótta (Samsungvöllurinn)

laugardagur 15. ágúst
16:00 ÍA-Fylkir (Norðurálsvöllurinn)
16:00 Valur-KA (Origo völlurinn)

sunnudagur 16. ágúst
17:00 HK-Fjölnir (Kórinn)
19:15 Víkingur R.-Breiðablik (Víkingsvöllur)

mánudagur 17. ágúst
18:00 FH-Stjarnan (Kaplakrikavöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner