Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 13. ágúst 2022 18:07
Ívan Guðjón Baldursson
Rodgers stoltur af baráttuandanum
Mynd: Getty Images

Brendan Rodgers er ánægður með baráttuanda lærlinga sinna í Leicester City eftir 4-2 tap gegn Arsenal í dag.


Arsenal lék á alls oddi og hefði getað unnið stærra en Rodgers var ekkert sérstaklega ósáttur þegar hann mætti í viðtal að leikslokum.

„Þetta var bland í poka hjá okkur í dag. Við áttum frábæra kafla í leiknum en gerðum mistök á lykilstundum. Við minnkuðum muninn tvisvar sinnum niður í eitt mark og það er svekkjandi að hafa aldrei tekist að jafna," sagði Rodgers.

„En þið sáuð að baráttuandinn er til staðar, þeir héldu áfram að berjast til lokasekúndu leiksins. Ég er mjög stoltur af baráttuviljanum, sérstaklega í þessum hita og á þessu tempói."

Eitt helsta vandamál Leicester á síðustu leiktíð var að verjast föstum leikatriðum. Í dag skoraði Arsenal eitt marka sinna eftir hornspyrnu þar sem Jamie Vardy reyndi að skalla boltann frá marki en fleytti honum þess í stað til Gabriel Jesus sem skoraði.

„Á síðasta tímabili voru þetta mikil vonbrigði en í dag var þetta bara óheppni. Við höfum litið vel út í föstum leikatriðum á undirbúningstímabilinu og í fyrstu leikjum deildartímabilsins."


Athugasemdir
banner
banner