Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
   lau 13. ágúst 2022 18:34
Hafliði Breiðfjörð
Sif Atla: Fannst þetta brot í fyrra markinu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var ógeðslega svekkjandi," sagði Sif Atladóttir leikmaður Selfoss eftir 0 - 2 tap heima gegn Breiðablik í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna í dag.


Lestu um leikinn: Selfoss 0 -  2 Breiðablik

„Þetta var ekta bikarleikur. Mikil barátta og mér fannst við eiga mikið meira skilið. Mér fannst við gefa þeim drullugóðan leik. Mér fannst þetta brot í fyrra markinu, hún hleypur hana bara niður. Það sló okkur ekkert það mikið út af laginu en við erum að fá drullufín færi og svo þarf bara að pota honum inn," sagði Sif en Agla María Albertsdóttir hafði skorað skrítið mark eftir samstuð við markmann Selfoss. Hún segir Björn Sigurbjörnsson þjálfara og Báru Kristbjörgu Rúnarsdóttur aðstoðarkonu hans hafa kvartað.

„Ég reyndi bara að hugsa um næsta augnablik en ég veit að Bjössi og Bára létu í sér heyra. Mér fannst dómarinn annars mjög fínn, hann hélt línu sem hann setti alveg strax. Ég er ánægð með hann og hrósaði honum eftir leik. Þessi leikur var örugglega verið ágætis skemmtun á að horfa, mikil barátta og við erum heldur betur að sýna að við getum verið gott lið og núna þarf bara að koma boltanum yfir línuna."

Sif kom haltrandi til mín fyrir viðtalið og það er stutt í næsta leik gegn Þór/KA á þriðjudaginn. Kemur hún ekki alveg heil út úr leiknum?

„Jújú, ég er orðin svo þreytt á þessu gamla tali. Það skiptir engu máli hvað maður er orðinn gamall, ég get alveg haldið í við þessa ungu krakka. Mér finnst ég sýna og sanna með hverjum leiknum að ég er ennþá drullufit. Vöðvaminnið gleymist ekki og þaðer ennþá mikill kraftur í líkamanum og mér líður vel."

Nánar er rætt við Sif í spilaranum að ofan en þar ræðir hún umræðu um að dómarar leyfi of harða spilamennsku í Bestu-deild kvenna Hún hefur miklar skoðanir á því máli og vill sjá breytingar þó svo hún hafi verið í skýjunum með dómgæsluna í dag.


Athugasemdir