Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   þri 13. ágúst 2024 21:14
Brynjar Ingi Erluson
Ásgeir Frank klárar tímabilið með Aftureldingu (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Miðjumaðurinn Ásgeir Frank Ásgeirsson mun klára tímabilið með Aftureldingu í Lengjudeildinni, en hann fær félagaskipti úr Hvíta riddaranum.

Ásgeir lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil og tók við þjálfun Hvíta riddarans.

Hann tók aftur fram skóna í sumar og spilaði fjóra leiki með Hvíta riddaranum, en hann mun nú klára tímabilið með Aftureldingu samhliða því að þjálfa Hvíta.

Félagaskipti hans voru kynnt á skortöflunni á Malbikstöðinni við Varmá en 2. flokkur Aftureldingar/Hvíta Riddarans/Álafoss er að spila við ÍR/Létti.

Á síðasta tímabili spilaði hann 23 leiki og skoraði 2 mörk er Afturelding fór í úrslit Lengjudeildar umspilsins.

Afturelding er enn í baráttu um að komast í umspilið fyrir þetta tímabil en liðið er í 6. sæti með 21 stig, fimm stigum frá umspilssæti þegar sex umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner