Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 13. september 2021 11:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Af hverju æfðu Guðjohnsen bræður með Víkingi?
Andri Lucas.
Andri Lucas.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Daníel Tristan.
Daníel Tristan.
Mynd: Total Football
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, greindi frá því sem sérfræðingur RÚV í kringum landsleiki Íslands á dögunum að bræðurnir Andri Lucas Guðjohnsen og Daníel Tristan Guðjohnsen hefðu æft með Víkingi fyrr á þessu ári.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  0 HK

Sjá einnig:
Arnar Gunnlaugs: Yngsti Guðjohnsen kannski enn efnilegri

Arnar var spurður út í það í viðtali, eftir leik Víkings og HK á laugardag, hvernig það kom til að þeir bræður æfðu með Víkingi.

„Þeir þekkja örugglega eitthvað af ungu strákunum okkar. Ég held að það spyrst aðeins út að það eru "comparative" æfingar hérna."

„Mjög flott að fá þá inn í hópinn, frábært að kynnast þeim og strákunum finnst gaman að hækka "levelið" á æfingum. Það eru þokkaleg gæði í þessum gæjum,"
sagði Arnar.

Andri Lucas er nítján ára sóknarmaður sem lék sína fyrstu A-landsleiki á dögunum og skoraði jöfnunarmarkið gegn Norður-Makedóníu.

Daníel Tristan er fimmtán ára og lék með U17 landsliðinu á dögunum. Báðir eru þeir á mála hjá Real Madrid.
Arnar Gunnlaugs: Menn skynja að það er eitthvað að gerast
Athugasemdir
banner
banner
banner