Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mán 13. september 2021 22:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Eðlilega verður maður reiður ef hann sólatæklar mig aftan í kálfann"
Gummi Kri
Gummi Kri
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Guðmundur Kristjánsson, leikmaður FH, var til viðtals eftir sigur liðsins gegn Stjörnunni í kvöld. Guðmundur átti góðan leik í hjarta varnarinnar hjá FH.

„Mér líður mjög vel, það er ekki annað hægt; sigur, höldum hreinu, skorum fjögur - það gerist ekki betra," sagði Guðmundur.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  4 FH

Guðmundur átti hörku sprett seint í fyrri hálfleik sem endaði með því að hann var tekinn niður af Eggerti Aroni Guðmundssyni sem fékk að líta rauða spjaldið fyrir brotið. Hvernig er skrokkurinn?

„Það þarf meira en þetta til að laska mig eitthvað. Þetta hefði getað farið verr, þetta er glórulaus tækling en ég er ágætur. Ég er með ágætis far á kálfanum en maður þolir það."

Gummi var allt annað en ánægður með þessa tæklingu og varð sýnilega mjög reiður. Fannst þér þessi tækling alveg út úr kortinu?

„Eðlilega verður maður reiður ef hann sólatæklar mig aftan í kálfann. Ég er alveg skaphundur og það er ekkert nýtt, það ætti ekki að koma mönnum á óvart. Þetta er ekkert stórmál þannig séð eftir á, maður verður heitur í mómentinu og svo er það búið."

Gengið hjá FH hefur verið þokkalega gott að undanförnu eftir virkilega langan slæman kafla fyrr á tímabilinu. Gummi var spurður út í það og má sjá svar hans í spilaranum að ofan. Gummi kvaðst þá ekki hafa séð atvikið þegar Gunnar Nielsen fékk rautt nægilega vel.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner