Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 13. september 2022 16:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hefði meiri áhyggjur ef Arnari væri alveg sama
Nökkvi Þeyr var seldur til Beerschot í síðustu viku. Hann er markahæstur í Bestu deildinni með sautján mörk.
Nökkvi Þeyr var seldur til Beerschot í síðustu viku. Hann er markahæstur í Bestu deildinni með sautján mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ég þarf að sætta mig við það að þessi ákvörðun var tekin
Ég þarf að sætta mig við það að þessi ákvörðun var tekin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
 Ég hefði meiri áhyggjur af því ef Arnari væri alveg sama þegar hann er að missa sinn besta leikmann.
Ég hefði meiri áhyggjur af því ef Arnari væri alveg sama þegar hann er að missa sinn besta leikmann.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Brynar Ingi var seldur til Lecce síðasta sumar.
Brynar Ingi var seldur til Lecce síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfari KA, sagði að hann væri ósáttur og hefði gert hlutina öðruvísi eftir að KA hafði samþykkt tilboð belgíska félagsins Beerschot í Nökkva Þey Þórisson.

„Stjórnin tekur þessa ákvörðun og ég verð að virða hana og geri það. En ég er ekkert sáttur við hana. Ég hefði gert hlutina öðruvísi en ég stjórna ekki KA, ég er að vinna fyrir KA. Ég þarf að sætta mig við það að þessi ákvörðun var tekin," sagði Arnar við Fótbolta.net í síðustu viku.

Fótbolti.net ræddi við Sævar Pétursson um þjálfaramálin hjá KA í dag og sagði framkvæmdastjórinn að stefnt væri á að ræða við Arnar eftir næstu helgi.

Sævar var einnig spurður út í ummæli Arnars um ákvörðun stjórnar að samþykkja tilboð í Nökkva.

„Addi er metnaðarfullur þjálfari sem berst fyrir árangri liðsins og hans vinna felst í því að hámarka árangurinn á þessu tímabili. Mín vinna og þeirra sem eru í stjórn snýr að því að horfa á heildarmyndina, horfa á stærri myndina, 3-5 ár fram í tímann og taka ákvarðanir út frá því."

„Arnar er ráðinn til félagsins til þess að ná árangri í ár og eðlilega vill hann þá ekki missa sína bestu leikmenn. Ég hefði meiri áhyggjur af því ef Arnari væri alveg sama þegar hann er að missa sinn besta leikmann. Þá teldi ég hann ekki vera í réttu starfi. Svo eru það við í stjórn tökum ákvörðun sem við teljum besta fyrir félagið. Við þurfum kannski að hugsa lengra fram í tímann og virða og standa við það sem við höfum sagt við leikmennina fyrir einhverjum árum síðan."

„Ég vil alltaf hafa mann í vinnu hjá okkur sem berst fyrir því sem hann telur best fyrir liðið og hefur skoðanir á því. Annars væri það bara leiðinlegt og ég væri ekki með réttan mann í vinnu. Við viljum hafa það þannig að þjálfarinn sé að berjast fyrir deginum í dag og tímabilinu sem er í gangi,"
sagði Sævar.

KA hefur nú tvö tímabil í röð selt frá sér unga leikmenn á miðju tímabili. Í fyrra fór Brynjar Ingi Bjarnason til Lecce á Ítalíu og nú fór Nökkvi til Belgíu.

„Greinilega eitthvað að virka"
Er eitthvað breytt í kringum félagið sem hefur hjálpað til að menn eru að komast erlendis frá KA?

Arnar hafði eftirfarandi, og reyndar ýmislegt annað, að segja í viðtalinu fyrir viku síðan: „Eins og ég hef alltaf sagt, um leið og þú ert í liði og það er að standa sig vel þá munu alltaf einhverjir skína og fá það tækifæri. Liðið þarf að vera standa sig, eins og KA hefur verið að gera síðustu tvö ár."

Þetta hafði Sævar að segja: „Við höfum breytt þessu aðeins síðustu 3-4 tímabil. Við erum farnir að leggja meiri áherslu varðandi yngri leikmenn hjá okkur - 23 ára og yngri - erum að gera meiri kröfur á þá."

„Þeir hafa verið að æfa yfir veturinn allt að 3-4 í viku á morgnanna. Tvisvar hafa þeir farið með þjálfara út í Boga og æft þar og einu sinni til tvisvar í viku hafa þeir farið aukalega í ræktina. Ofan á það taka þeir svo allar æfingar með hópnum seinni partinn líka."

„Þeir æfa meira, á hærra tempói og það eru meiri gæði í æfingunum þeirra. Það er að skila sér. Við erum að reyna selja þessum strákum þessa hugmynd að þetta sé leiðin fyrir þá, gera þetta aukalega og það sýni sig í að þeir spili betur."

„KA er búið að vera í efri hlutanum síðustu ár, topp 5-6 og þ.a.l. er kannski meiri athygli á okkar leikmönnum. Brynjar Ingi og Nökkvi eru að fá verðlaun þess hvað þessir strákar hafa verið að leggja á sig. Þeir eru að fá flott 'move' út í heim og tækifæri á góðum atvinnumannaferli í framhaldinu."

„Þetta er greinilega eitthvað að virka, vonandi heldur þetta áfram og fleiri strákar koma inn í þessa hugsun hjá okkur og halda áfram,"
sagði Sævar.

Viðtal við Nökkva sjálfan má nálgast í lok Innkastsins sem hlusta má á hér að neðan og í öllum hlaðvarpsveitum.

Sjá einnig:
KA mun hefja viðræður við Arnar í næstu viku
Arnar útilokar ekki eitt né neitt - „Ansi margir dagar sem maður er einn"
Arnar Grétars: Ég hefði gert hlutina öðruvísi en ég stjórna ekki KA
Sævar segir ákvörðun KA mjög erfiða, en samt ekki
Innkastið - Draumaumferð KA, glataðir Valsarar og Stjarnan í frjálsu falli
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner