Glódís Perla Viggósdóttir lagði upp í sögulegum sigri Bayern gegn RB Leipzig í annarri umferð þýsku deildarinnar.
Leipzig komst yfir snema leiks en Linda Dallmann jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Í uppbótatíma átti Glódís sendingu á Georgiu Stanway sem skoraði og kom Bayern yfir.
Bayern fór hamförum í seinni hálfleik og bætti þremur mörkum við áður en Leipzig náði að svara með marki úr vítaspyrnu en Linda Sembrant, leikmaður Bayern, var rekin af velli með rautt spjald. Lea Schuller innsiglaði 6-2 sigur Bayern með sínu öðru marki.
Liðið hefur spilað 41 leik í röð án taps sem er met.
Nordsjælland er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir í dönsku deildinni.
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir var á skotskónum þegar liðið vann B93 4-1. Nordsjælland var með 2-0 forystu í hálfleik en Emilía skoraði þriðja mark liðsins.
4??1?? #DieLiga-Spiele ungeschlagen! Das bedeutet: Neuer ???????????????????????? der #FCBFrauen und in der Bundesliga. ????#FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/HRd4EhaSjJ
— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) September 13, 2024