Liverpool var orðað við japanska vængmanninn Takefusa Kubo, leikmann Real Sociedad, í sumar en félagið er tilbúið að virkja klásúlu í samningi hans.
Spænski fjölmiðillinn Fichajes greinir frá þessu en hann er með 60 milljón evra riftunarákvæði í samningi sínum.
Hann var með japanska landsliðinu ásamt Wataru Endo, miðjumanni Liverpool, á dögunum þar sem liðið vann Kína og Barein. En Liverpool gæti nýtt sér vinskapinn þeirra til að næla í Kubo.
Kubo er 23 ára gamall hægri vængmaður en Liverpool gæti verið að undirbúa brottför Mohamed Salah sem á aðeins níu mánuði eftir af samningi sínum hjá félaginu.
Athugasemdir