Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   sun 13. október 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Bristol City vill fá Nketiah
Enska B-deildarfélagið Bristol City vill fá Eddie Nketiah á láni frá Arsenal í janúar.

Nketiah er 20 ára gamall og var lánaður til Leeds í B-deildinni undir lok gluggans en hann byrjaði afar vel og hefur gert 4 mörk í 8 leikjum í deild- og bikar en í deildinni hefur hann komið inná sem varamaður og ekki tekist að tryggja sæti sitt.

Samkvæmt ensku miðlunum vill Nketiah komast frá félaginu til að fá að spila meira og hefur Bristol City mikinn áhuga á að fá hann á láni en félagið hafði mikinn áhuga á honum í sumar.

Nketiah hélt að hann væri að fara að byrja fleiri leiki þegar hann fór á láni til Leeds en er nú að skoða alla möguleika.
Athugasemdir
banner