þri 13. október 2020 07:30
Victor Pálsson
Puyol vongóður um að Messi verði áfram
Mynd: Getty Images
Carles Puyol, fyrrum fyrirliði Barcelona, er vongóður með að Lionel Messi verði áfram hjá félaginu í mörg ár til viðbótar.

Eins og flestir vita reyndi Messi að komast frá félaginu í sumar en Barcelona neitaði að hleypa honum burt.

Argentínumaðurinn sætti sig að lokum við stöðuna og mun leika með þeim spænsku á þessari leiktíð.

„Eins og aðrir stuðningsmenn þá vildi ég ekki sjá Messi fara en svona er fótboltinn," sagði Puyol við blaðamenn.

„Að lokum ákvað hann að vera áfram. Hann sagðist nýlega vera metnaðarfullur og með sigurvilja. Vonandi heldur hann áfram í mörg ár."

„Hann er mikill fengur fyrir spænsku deildina, hann er einn besti leikmaður heims."

Athugasemdir
banner
banner