mið 13. október 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Munu setjast niður með Valgeiri og mögulega fleiri leikmönnum
Valgeir eftir leik U21 landsliðsins í gær.
Valgeir eftir leik U21 landsliðsins í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur bauð í Birni Snæ Ingason, leikmann HK, á dögunum. Þjálfari Víkings, Arnar Gunnlaugsson, tilkynnti það opinberlega.

„Ég get staðfest að það er komið tilbúið enda var þjálfari Víkinga búinn að staðfesta það. Hvort sem það fellur innan reglna eða ekki," sagði Frosti Reyr Rúnarsson, formaður HK, við Fótbolta.net í dag. „Ég get ekki staðfest hvort þessu tilboði hafi verið tekið."

Það hefur verið fjallað um að KR hafi boðið í Valgeir Valgeirsson. Hvernig sjáið þið hans mál ef hans vilji er að spila í efstu deild?

Sjá einnig:
Tilboði KR neitað en Valgeir er ekki svekktur

„Við eigum eftir að setjast niður með honum og mögulega fleiri leikmönnum og fara yfir stöðuna. Hann var að klára landsliðsverkefni og svo taka menn smá frí. Það er enginn æsingur í þessu," sagði Frosti.
Athugasemdir
banner
banner