Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 13. október 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Southgate: Mikil vonbrigði
Gareth Southgate var vonsvikinn með frammistöðuna
Gareth Southgate var vonsvikinn með frammistöðuna
Mynd: EPA
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, var vonsvikinn með úrslitin eftir 1-1 jafnteflið gegn Ungverjalandi í undankeppni HM í gær.

Enska liðið lenti undir í leiknum eftir að Luke Shaw braut af sér innan teigs á 24. mínútu. Roland Sallai skoraði úr spyrnunni en John Stones jafnaði þrettán mínútum síðar.

Heimamenn þurftu á sigrinum að halda til þess að færast nær HM í Katar en tveir sigrar í síðustu tveimur leikjunum dugar til þess að vinna riðilinn.

„Mér fannst við ekki vera að spila á því stigi sem við höfum verið að gera undanfarið og Ungverjarnir vörðust vel. Við gerðum ekki nóg til að vinna."

„Ég veit ekki hvort það hafi verið í undirmeðvitundinni að þetta yrði auðveldari leikur bara af því við unnum þá nokkuð þægilega í september, en þeir hafa verið mjög góðir varnarlega. Við vorum að taka of þungar snertingar á fyrstu mínútunum og að fleygja okkur í tæklingar. Það vantaði yfirvegun og gæði, eitthvað sem við erum vanir að sýna."

„Við erum í sterkri stöðu í riðlinum en þetta kvöld er mikil vonbrigði. Við verðum að bæta upp fyrir þetta í næsta mánuði,"
sagði Southgate í lokin
Athugasemdir
banner
banner
banner