Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 13. nóvember 2019 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Gary Neville er smeykur við Liverpool
Mynd: Getty Images
Gary Neville hefur miklar mætur á frábæru liði Liverpool og er smeykur um framtíðina, enda mikill stuðningsmaður Manchester United.

Neville telur að Liverpool sé á góðri leið með að koma loks til baka eftir nokkra áratugi án árangurs í ensku úrvalsdeildinni. Hann er smeykur um að erkifjendur Man Utd komist á sama stall og Rauðu djöflarnir voru á tímum SIr Alex Ferguson hjá félaginu.

„Þetta er ekkert smá lið sem vann Meistaradeildina, komst í úrslitaleikinn tvö ár í röð og elti Manchester City alveg fram á síðasta leikdag i úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð," sagði Neville.

„Liverpool er búið að spila meistaralega síðustu 18 mánuði og jú, þeir gætu misst þetta forskot sem þeir eru með niður en það virðist ólíklegra með hverjum deginum.

„Stærsta hættan er að lykilmenn á borð við Sadio Mane, Mohamed Salah og Virgil van Dijk meiðist. Þetta væri stórt vandamál ef þeir myndu missa tvo af þessum leikmönnum í nokkra mánuði. Alveg eins og hjá City, sem missti Aymeric Laporte og fleiri varnarmenn.

„Allt bendir þó til þess að Liverpool muni vinna þessa deild og það er mjög sárt að horfa uppá því þetta lið hefur marga af þeim eiginleikum sem Manchester United hafði þegar ég spilaði þar. Þetta eru lið sem gefast aldrei upp, vinna leiki á lokamínútunum, berjast um hvern einasta bolta og fagna hverju einasta marki eins og það sé síðasta markið sem þau munu skora.

„Það er skelfilegt að horfa uppá þetta sem stuðningsmaður Man Utd en þetta ber að virða. Við verðum að viðurkenna að þetta Liverpool lið er frábært á allan hátt, sérstaklega þegar mórallinn er skoðaður og tengingar á milli leikmanna, þjálfara og stuðningsmanna.

„Takist Liverpool að vinna úrvalsdeildina getur það orðið að stórveldi, ekki ósvipað því sem Manchester United var á tímum Sir Alex Ferguson. Þetta er eina liðið sem getur barist við Man Utd þegar það kemur að stuðningsmannafjölda, sögu, hefð og árangri."

Athugasemdir
banner
banner
banner