Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 13. nóvember 2019 11:30
Magnús Már Einarsson
Hudson-Odoi: Sterling eins og átrúnaðargoð
Callum Hudson-Odoi gæti byrjað á morgun.
Callum Hudson-Odoi gæti byrjað á morgun.
Mynd: Getty Images
Callum Hudson-Odoi, kantmaður Chelsea, gæti tekið stöðu Raheem Sterling í byrjunarliði enska landsliðsins gegn Svartfjallalandi á morgun.

Sterling spilar ekki leikinn eftir að hann réðst á Joe Gomez í mötuneyti enska landsliðsins í vikunni. Hudson-Odoi hefur talað vel um Sterling í aðdraganda leiksins.

„Leikmaður eins og Raheem er eins og átrúnaðargoð fyrir mér. Hann spilar í þessari stöðu og er að gera ótrúlega hluti með félagsliði og landsliði. Ég reyni að gera það sama," sagði Hudson-Odoi.

„Það er ótrúlegt tilfinning að hafa einhvern eins og hann í liðinu að gera það sem hann er að gera. Þú vilt halda áfram að læra af því sem hann gerir."

„Raheem er mjög fínn náungi, hann er mjög hvetjandi og mjög jákvæður í öllu sem hann gerir. Ég bjóst ekki við að hann væri svona vingjarnlegur fyrst þegar ég kom í landsliðið."

„Auðvitað er hann góð manneskja en þegar þú sérð einhvern taka svona vel á móti þér, tala við þig og efa þér ráð um það hverig á að spila, þá finnur þú að þú ert velkominn í liðið."

Athugasemdir
banner
banner