Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 13. nóvember 2019 14:00
Magnús Már Einarsson
Morata: Liðsfélagar mínir hjá Chelsea gerðu mig brjálaðan
Alvaro Morata fagnar marki hjá Chelsea.
Alvaro Morata fagnar marki hjá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Alvaro Morata, framherji Atletico Madrid, segist hafa verið brjálaður á liðsfélögum sínum hjá Chelsea þegar hann lék með enska félaginu í eitt og hálft ár.

Hinn 27 ára gamli Morata hefur skorað í sex leikjum í röð og er kominn í sitt besta form eftir misjafna dvöl hjá Chelsea.

„Ég er ánægðari núna. Þetta var ekki góður tími í mínu fótboltalífi. Ég hætti að njóta þess að spila. Ég hafði stundum ekki trú á sjálfum mér," sagði Morata.

„Þegar ég spilaði leiki á Englandi þá fékk ég það á tilfinninguna þegar ég komst í svæði að liðsfélagar mínir horfðu á mig og hugsuðu að ég myndi ekki gera neitt gott við boltann. Þetta gerði mig brjálaðan. Ég átti slæma tíma þarna."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner