Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   mið 13. nóvember 2024 08:33
Elvar Geir Magnússon
Spáni
Virðist stutt í næsta skref Loga - „Það er góð spurning“
Icelandair
Logi Tómasson landsliðsmaður.
Logi Tómasson landsliðsmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Virðingu á nafnið.
Virðingu á nafnið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Vinstri bakvörðurinn Logi Tómasson hefur fengið verðskuldað lof fyrir frammistöðu sína með Strömsgodset í Noregi. Sparkspekingar telja að hann muni taka skrefið í sterkari deild bráðlega.

Það eru þó enn tvær umferðir eftir af norsku deildinni og Logi segir við Fótbolta.net að hann sé með einbeitinguna á að klára tímabilið áður en hann skoðar sín mál.

„Við erum að spila til 1. desember. Ég væri til í að þetta væri kannski búið aðeins fyrr en vellirnir eru flestir góðir og flest lið í gervigrasi. Svona er þetta," segir Logi sem er sáttur

„Já bara nokkuð sáttur. Það er búið að ganga vel hjá mér og liðinu er búið að ganga svona upp og niður. En síðustu sex leikir hafa verið góðir og við erum búnir að koma okkur upp í sjöunda sæti. Það er gaman þegar það gengur vel og maður verður að halda þessu áfram."

Logi segist setja stefnuna í boltanum eins hátt og mögulegt er að hann komist. En verður hann áfram í Noregi eftir þetta tímabil?

„Það er góð spurning. Þið verðið bara að fá að sjá það hvort eitthvað gerist. Ég er með fókusinn á að klára þessa landsleiki og svo þessa tvo leiki í Noregi. Maður er bara með fókus á einn leik í einu og sér svo hvað gerist," segir Logi sem vill lítið gefa upp en viðurkennir að það séu einhverjar þreifingar í gangi.

Gísli Gotti að standa sig mjög vel
Logi er uppalinn Víkingur og hefur haft gaman að því að fylgjast með velgengni síns liðs í Sambandsdeildinni.

„Geggjaðir leikir, liðið hefur verið að spila mjög vel. Það er erfitt að vera í öllum keppnum og maður sér að það þarf að vera með risahóp og það er ekki einu sinni nóg til að vinna deild eða bikar þetta tímabilið. Það hefur verið gaman að fylgjast með Víkingunum og Gísla Gotta vini mínum sem er að standa sig mjög vel þar," segir Logi sem var auðvitað svekktur með að Víkingur náði ekki að vinna Íslandsmeistaratitilinn.

„Já já maður var smá pirraður en svona er fótbolti. Blikarnir áttu þetta skilið eftir þennan sigurinn. Ég hefði frekar viljað að Víkingar tækju þetta en svona er þetta."

Í viðtalinu, sem sjá má í heild hér að ofan, ræðir Logi einnig um komandi landsleiki, golfkeppni milli landsliðsmanna og svo auðvitað tónlistina!


Athugasemdir
banner
banner