Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
   fös 13. desember 2019 21:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Championship: Hull jafnaði á sjöttu mínútu uppbótartíma
Charlton Athletic 2 - 2 Hull City
1-0 Darren Pratley ('34 )
1-1 Jarrod Bowen ('48 )
2-1 Naby Sarr ('50 )
2-2 Keane Lewis Potter ('90 )

Charlton Athletic fékk Hull City í heimsókn í fyrsta leik 22. umferðarinnar í ensku Championship deildinni.

Darren Pratley kom Charlton yfir á 34. mínútu þegar hann reis hæst upp í teignum og skallaði hornspyrnu Conor Gallagher í netið.

Jarrod Bowen, sem fyrr í dag var valinn leikmaður nóvember mánaðar, jafnaði leikinn með marki á 48. mínútu. Bowen fékk sendingu frá Kamil Grosicki þvert yfir teig Charlton og skoraði með skoti frá fjærstönginni.

Einungis tveimur mínútum seinna komust heimamenn aftur yfir. Skyndisókn endaði á því að Naby Sarr skoraði, tvö mörk á þremur mínútum.

Allt stefndi í langþráðan sigur Charlton en Hull jafnaði á sjöttu mínútu uppbótartíma. Varamaðurinn, hinn átján ára gamli Keane Lewis-Potter, skallaði aukaspyrnu í átt að marki Charlton.

Dillon Phillips, markvörður Charlton, náði ekki að koma í veg fyrir að boltinn færi í netið, hann varði boltann í stöngina og fékk hann aftur í sig oginn, afar svekkjandi fyrir markvörðinn. Niðurstaðan eitt stig á hvort lið.

Charlton hefur ekki sigrað leik síðan 19. október, með leiknum í kvöld eru liðnir tíu leikir án þess að sigur hafi náðst. Hull hafði sigrað tvo og tapað tveimur af síðustu fjórum leikjum sínum fyrir leikinn í kvöld.

Hull er í 13. sæti með 30 stig og Charlton er í 17. sæti með 24 stig, 22. umferðin klárast um helgina.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 24 15 6 3 54 25 +29 51
2 Middlesbrough 24 12 7 5 33 25 +8 43
3 Ipswich Town 24 11 8 5 40 23 +17 41
4 Hull City 24 12 5 7 40 37 +3 41
5 Millwall 24 11 6 7 27 32 -5 39
6 Watford 24 10 8 6 34 29 +5 38
7 Preston NE 24 9 10 5 31 25 +6 37
8 Bristol City 24 10 6 8 33 27 +6 36
9 QPR 24 10 5 9 34 37 -3 35
10 Stoke City 24 10 4 10 29 23 +6 34
11 Wrexham 24 8 10 6 34 31 +3 34
12 Leicester 24 9 7 8 34 34 0 34
13 Southampton 24 8 8 8 38 34 +4 32
14 Derby County 24 8 8 8 33 33 0 32
15 Birmingham 24 8 7 9 32 31 +1 31
16 West Brom 24 9 4 11 28 32 -4 31
17 Sheffield Utd 24 9 2 13 33 37 -4 29
18 Swansea 24 8 5 11 25 31 -6 29
19 Blackburn 23 7 6 10 22 26 -4 27
20 Charlton Athletic 23 7 6 10 22 29 -7 27
21 Portsmouth 23 6 7 10 21 30 -9 25
22 Oxford United 24 5 7 12 24 33 -9 22
23 Norwich 24 5 6 13 26 36 -10 21
24 Sheff Wed 23 1 8 14 18 45 -27 -7
Athugasemdir
banner