Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 13. desember 2019 21:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elías Már lék í sigri
Elías Már lék með Excelsior í kvöld.
Elías Már lék með Excelsior í kvöld.
Mynd: Getty Images
Elías Már Ómarsson var í byrjunarliði Excelsior sem lagði Oss á útivelli í næstefstu deild í Hollandi.

Elías lék fyrstu 75. mínútur leiksins en honum var þá skipt af velli fyrir Stijn Meijer, staðan var 0-1 fyrir Excelsior á þeim tímapunkti.

Í uppbótartíma innsiglaði Luigi Bruins sigur gestanna með marki úr vítaspyrnu. Þriðji sigur Excelsior í röð og liðið situr í 5. sæti deildairnnar eftir nítján umferðir.

Í Frakklandi var Kristófer Ingi Kristinsson ekki í leikmannahópi Grenoble sem gerði svekkjandi jafntefli á útivelli gegn Sochaux í næstefstu deild.

Grenoble komst yfir á 73. mínútu en heimamenn jöfnuðu metin á 80. mínútu. Grenoble situr í 11. sæti deildarinnar eftir átján umferðir.

Kristófer hefur einungis komið við sögu í einum leik í vetur, þá lék hann í stundarfjórðung sem varamaður. Hann var á varamannabekknum í leikjunum tveimur sem fylgdu þeirri innkomu en hefur ekki verið í leikmannahópnum í síðustu tveimur leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner