Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 13. desember 2019 17:15
Magnús Már Einarsson
Heimildarmynd um 90 ára sögu Einherja
Bjartur Aðalbjörnsson ásamt bróður sínum, Heiðari.
Bjartur Aðalbjörnsson ásamt bróður sínum, Heiðari.
Mynd: Einherji
„Við vorum alltaf litla liðið“ er heimildarmynd sem Bjartur og Heiðar Aðalbjörnssynir gerðu í tilefni 90 ára afmælis Einherja.

Myndin var unnin í nóvember og desember og frumsýnd á afmælishátíð félagsins um síðustu helgi.

Í myndinni er skautað yfir sögu félagsins frá stofnun 1929 og út öldina en fyrirferðamest eru gullaldarár Einherja í knattspyrnunni á áttunda og níunda áratugnum.

Bjartur og Heiðar hafa báðir leikið með Einherja í áraraðir en þeir eru fyrirliði og varafyrirliði liðsins í dag.

Hér að neðan má sjá myndina.

Við vorum alltaf litla liðið from Heiðar Aðalbjörnsson on Vimeo.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner