Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 13. desember 2019 21:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Móðir Lingard veiktist - Best að segja Solskjær frá öllu
Mynd: Getty Images
Jesse Lingard hefur ekki átt frábært ár hjá Manchester United, hann yrði einn af þeim fyrstu til að viðurkenna það. Umræðan um hans frammistöðu og það sem hann sýndi Ole Gunnar Solskjær, stjóra United, heillaði fáa.

Sjá einnig: Lingard hefur verið að glíma við vandamál utan vallar

Lingard var í ítarlegu viðtali við Sportsmail í vikunni og sagði að hann hefði gengið í gegnum erfiða í tíma, bæði hjá Manchester United sem og í lífinu utan vallar.

„Solskjær vildi fá meira frá mér og ég var ekki að spila vel. Það var best fyrir báða aðila að ég segði honum allt af létta," sagði Lingard við Sportsmail.

Í upphafi árs varð móðir Jesse veik. Hann tók það því á sig að sjá um Jasper, fjórtán ára bróður sinn.

„Venjulega er ég mjög opinn og afslappaður, vil alltaf fá fólk til að brosa en fólk hefur tekið eftir breytingu á mér undanfarið. Ég hef verið áhyggjufullur, ég þurfti að sjá um hluti sem ég er ekki vanur. Ég þarf að vera til staðar fyrir aðra."

„Þegar ég sagði Solskjær frá þessu sagði hann mér bara að spila og njóta þess. Hann sagði þetta við mig áður en ég kom inn á gegn Brighton. Að heyra það gaf mér sjálfstraust, Ole veit hvernig manneskja ég er, ég þarf að vera brosandi."

„Hann sagði mér að allt yrði í lagi og það var það sem ég þurfti að heyra. Hann vildi gamla Jesse aftur og vonandi get ég spilað eins og hann aftur núna,"
sagði Lingard.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner