banner
   fös 13. desember 2019 19:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ríflega 3000 öryggisverðir í kringum El Clasico
Nývangur, Camp Nou.
Nývangur, Camp Nou.
Mynd: Getty Images
Það verður um það bil einn öryggisvörður fyrir hverja þrjátíu áhorfendur á Camp Nou þegar Barcelona mætir Real Madrid í næstu viku.

Ríflega 3000 öryggsverðir verða við störf í kringum og á Camp Nou þegar Real Madrid kemur í heimsókn á miðvikudag.

Viðureignin átti upphaflega að fara fram í október en henni var frestað um tæpa tvo mánuði, mikil mótmæli hafa verið í Katalóníu. Mikil mótmæli voru skipulögð í kringum upphaflega dagsetningu á viðureignni og var ákveðið að best væri að fresta leiknum.

Af þessum ríflega 3000 öryggisstarfsmönnum verða ríflega eitt þúsund starfsmenn á vegum lögreglunnar.

Lögreglan ætlar að mæta fjórum tímum fyrir leik til að koma í veg fyrir möguleg mótmæli í kringum leikvanginn.

Eins og staðan er í deildinni núna eru liðin efst og jöfn að stigum en það gæti breyst um helgina þegar heil umferð fer fram.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner