Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 13. desember 2019 10:25
Magnús Már Einarsson
Roy Keane á Íslandi - Vill engar myndatökur
Roy Keane vann fjölmarga titla með Manchester United.
Roy Keane vann fjölmarga titla með Manchester United.
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, er staddur á Íslandi en hann var í miðbæ Reykjavíkur í gær. Keane fór ásamt eiginkonu sinni að snæða á Jamie Oliver og þaðan fór hann meðal annars á The Drunk Rabbit Irish Pub.

Gísli Guðmundsson greinir frá því í stuðningsmannahópi Manchester United á Facebook að hann hafi reynt að fá mynd af sér með Keane en Írinn hafi ekki verið til í það.

„Ég má til með að koma þessu áleiðis en Roy Keane er á landinu!!! Hann sat í kvöld algjörlega óáreittur á The Drunk Rabbit Irish Pub með konunni sinni og hlustaði á mig spila á gítar og syngja eftir 4-0 sigurinn í kvöld. (Ég varð að áreita hann) þetta er Roy Keane!!!!!!!!!!!!!!" skrifaði Gísli.

„Ég auðvitað nálgaðist hann og spurði. " sorry but I have to ask.
Are you Roy Keane?
Svar: do I look like him? Yes.
Do I sound like him? Yes.
Then I am him 🤣"

Ég varð auðvitað að biðja um mynd.
Svar: absoloutly not!

Ég hefði verið ákafari um myndina en sá að hann var um það bil að fara að myrða sálina mína með augunum sínum. 🤣 Það var augljóst að hann vildi frið og hann fékk hann svo sannarlega."


Ónafngreindur stuðningsmaður Manchester United sem Fótbolti.net ræddi við reyndi einnig að fá mynd af sér með Keane á Jamie Oliver en fékk sömu svör.

Keane var með eiginkonu sinni og hafði engan áhuga á að gefa íslenskum stuðningsmönnum Manchester United myndir með sér. „Ekki séns, ég er hér með konunni minni," sagði Keane við stuðningsmanninn.

Keane var árið 2011 orðaður við þjálfarastöðuna hjá íslenska landsliðinu áður en Lars Lagerback var ráðinn þjálfari.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner