Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 13. desember 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn um helgina - Stórleikur í Valencia
Mynd: Getty Images
Fimm leikir af þeim tíu sem fara fram í spænska boltanum um helgina verða sýndir beint á Stöð 2 Sport og aukastöðvum.

Fjörið hefst í kvöld þegar Alaves tekur á móti Leganes en fyrsta útsendingin er í hádeginu á morgun. Þar á Granada heimaleik við Levante.

Real Sociedad, sem situr í fjórða sæti, tekur svo á móti toppliði Barcelona. Barca er búið að vinna fjóra í röð og er með sjö stiga forystu á Sociedad.

Athletic Bilbao getur komið sér upp í Meistaradeildarsæti með sigri gegn Eibar og að lokum á Atletico Madrid leik við Osasuna. Þetta er skyldusigur fyrir Atletico sem hefur ekki unnið deildarleik í rúman mánuð og situr óvænt í sjöunda sæti deildarinnar.

Á sunnudag eru tveir sérstaklega spennandi leikir á dagskrá. Fyrst tekur Sevilla á móti Villarreal en Sevilla situr í þriðja sæti, þremur stigum frá toppliðunum.

Seinni leikurinn fer fram á Mestalla, þar sem Valencia tekur á móti Real Madrid í sannkölluðum stórleik. Valencia byrjaði tímabilið illa en er búið að rétta úr kútnum og er einu stigi frá Meistaradeildarsæti. Real er í öðru sæti á markatölu.

Föstudagur:
20:00 Alaves - Leganes

Laugardagur:
12:00 Granada - Levante (Stöð 2 Sport 3)
15:00 Real Sociedad - Barcelona (Stöð 2 Sport)
17:30 Athletic Bilbao - Eibar
20:00 Atletico Madrid - Osasuna (Stöð 2 Sport)

Sunnudagur:
11:00 Getafe - Valladolid
13:00 Celta - Mallorca
15:00 Espanyol - Betis
17:30 Sevilla - Villarreal (Stöð 2 Sport 4)
20:00 Valencia - Real Madrid (Stöð 2 Sport 4)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 29 22 6 1 64 20 +44 72
2 Barcelona 29 19 7 3 60 34 +26 64
3 Girona 29 19 5 5 59 34 +25 62
4 Athletic 29 16 8 5 50 26 +24 56
5 Atletico Madrid 29 17 4 8 54 34 +20 55
6 Real Sociedad 29 12 10 7 42 31 +11 46
7 Betis 29 10 12 7 34 33 +1 42
8 Valencia 28 11 7 10 32 32 0 40
9 Getafe 29 9 11 9 37 42 -5 38
10 Villarreal 29 10 8 11 47 51 -4 38
11 Las Palmas 29 10 7 12 29 32 -3 37
12 Osasuna 29 10 6 13 33 43 -10 36
13 Alaves 29 8 8 13 26 35 -9 32
14 Mallorca 29 6 12 11 25 35 -10 30
15 Vallecano 29 6 11 12 25 38 -13 29
16 Sevilla 29 6 10 13 36 44 -8 28
17 Celta 29 6 9 14 32 44 -12 27
18 Cadiz 29 3 13 13 20 40 -20 22
19 Granada CF 28 2 8 18 30 58 -28 14
20 Almeria 29 1 10 18 28 57 -29 13
Athugasemdir
banner
banner
banner