Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. janúar 2020 19:15
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarliðin í bikarnum: Eriksen og Lo Celso byrja
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho er búinn að staðfesta byrjunarlið Tottenham sem tekur á móti Middlesbrough í enska bikarnum.

Liðin gerðu jafntefli á heimavelli Middlesbrough og því þurfti að endurspila leikinn eins og tíðkast í FA bikarnum.

Tottenham mætir til leiks með sterkt byrjunarlið þó nokkrir lykilmenn séu hvíldir. Giovani Lo Celso og Christian Eriksen fá báðir tækifæri með byrjunarliðinu. Serge Aurier er hvíldur og fær varnarmaðurinn ungi Japhet Tanganga því tækifærið.

Í byrjunarliði Middlesbrough má finna Ashley Fletcher og Paddy McNair sem voru báðir uppaldir hjá Manchester United. Þá eru tveir lánsmenn frá Manchester City í hópnum, Lukas Nmecha í byrjunarliðinu og Patrick Roberts á bekknum.

Newcastle United tekur þá á móti C-deildarliði Rochdale eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum.

Steve Bruce teflir fram sterku byrjunarliði þar sem pláss er fyrir menn á borð við Joelinton, Miguel Almiron, Christian Atsu og Matt Ritchie auk fyrirliðans Jamaal Lascelles sem er kominn aftur úr meiðslum.

Tottenham: Gazzaniga, Tanganga, Sanchez, Vertonghen, Sessegnon, Dier, Winks, Lo Celso, Eriksen, Lamela, Lucas.
Varamenn: Vorm, Foyth, Cirkin, Aurier, Skipp, Dele, Son

Middlesbrough: Mejias, Spence, Howson, McNair, Fry, Johnson, Clayton, Liddle, Wing, Nmecha, Fletcher
Varamenn: Brynn, Wood, Saville, Malley, Tavernier, Roberts, Gestede



Newcastle: Darlow, Krafth, Lascelles, Lejeune, Ritchie, Hayden, S. Longstaff, M. Longstaff, Atsu, Almiron, Joelinton
Varamenn: Elliot, Clark, Carroll, Shelvey, Willems, Fernandez, Allan
Athugasemdir
banner
banner
banner