Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 14. janúar 2020 09:32
Magnús Már Einarsson
Merson: Klopp gæti komið Rotherham í úrvalsdeild
Mynd: Getty Images
Paul Merson, sérfræðingur Sky, telur að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sé það öflugur að hann gæti komið Rotherham upp í ensku úrvalsdeildina. Rotherham er í dag á toppnum í ensku C-deildinni.

„Ég er mikill aðdáandi Jurgen Klopp. Ég gæti nefnt hvaða lið sem er hér en ég ætla að nota Rotherham. Ég held að Klopp gæti komið Rotherham í ensku úrvalsdeildina. Hann er það góður," sagði Merson.

„Hann fær leikmenn til sín og lætur þá spila á réttan hátt. Þeir þurfa ekki að vera þekkt nöfn. Jordan Henderson, Gini Wijnaldum, Fabinho. Fólk talar um bakverðina en ef þessir þrír spila ekki þá gengur ekki vel hjá Liverpool."

„Ég veit að ferill Pep Guardiola er frábær en hann er með 80-90 milljóna punda menn í öllum stöðum. Ég hef ekki séð marga leikmenn Manchester City bæta sig mjög mikið. Þeir voru frábærir leikmenn þegar þeir voru keyptir."

„Af hverju er Liverpool ekki talið vera sigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni. Þeir hafa farið í tvo úrslitaleiki í röð. Manchester City hefur ekki einu sinni verið nálægt því að vinna þetta og þeir teljast sigurstranglegastir."

„Ég held að Liverpool fái ekki virðinguna sem þeir eiga skilið. Þetta er besta liðið í Evrópu og það með talsverðum yfirburðum."

„Ef þú vilt vinna þá, þá verður þú að skora tvö eða þrjú mörk. Þeir leggja ekki rútunni. Ég get bara séð Man City vinna þá."

Athugasemdir
banner
banner
banner