Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 14. janúar 2022 11:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alfons í viðræðum um nýjan samning við Bodö - „Er ekkert að drífa mig"
Mynd: EPA
Alfons Sampsted er að fara inn á sitt lokaár á samningi við norsku meistarana í Bodö/Glimt. Alfons gekk í raðir félagsins fyrir tímabilið 2020 og hefur orðið meistari bæði árin með liðinu.

Alfons, sem er 23 ára hægri bakvörður, var á blaðamannafundi í dag spurður út í samningsmálin.

Hvernig er staðan þín hjá Bodö? Kemur til greina að framlengja samninginn?

„Það er góð spurning. Það er engin leynd yfir því að ég er í viðræðum við þá um að framlengja, engar ákvarðanir hafa verið teknar. Ég er búinn að vera í jólafríi og áherslan var að klára tímabilið af krafti."

„Við munum skoða þetta betur þegar ég kem út aftur. Ég mun örugglega taka ákvörðun fljótlega og við sjáum hvað kemur upp. Ég er ekkert að drífa mig, er í flottri stöðu akkúrat núna,"
sagði Alfons.
Athugasemdir
banner
banner
banner