Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 14. janúar 2022 22:53
Victor Pálsson
Potter eftir jafnteflið: Við vorum stórkostlegir
Mynd: Getty Images
Brighton átti skilið meira en stig í kvöld er liðið mætti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í leik sem lauk 1-1.

Það segir Graham Potter, stjóri Brighton, en hans menn jöfnuðu undir lok leiks og klúðruðu einnig vítaspyrnu.

Potter hrósaði sínu liði í hástert eftir leik í samtali við Sky Sports.

„Við vorum stórkostlegir í þessum leik og sérstaklega í fyrri hálfleik. Við getum ekki tekið yfir leikinn betur en þetta," sagði Potter.

„Það er mjög ánægjulegt að sjá liðið koma til baka og sýna karakter í að jafna leikinn eftir að hafa klikkað á vítaspyrnu og fengið mark á sig."

„Svona er fótboltinn og allt sem þú getur gert er að horfa á okkar eigin frammistöðu sem var góð. Heilt yfir vorum við betra liðið."
Athugasemdir
banner
banner
banner