Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   lau 14. mars 2020 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Cutrone og fyrirliði Fiorentina sýktir ásamt sjúkraþjálfara
Tveir aðrir leikmenn Fiorentina eru komnir með kórónaveiruna eftir að Dusan Vlahovic var greindur. Þeir eru Patrick Cutrone og fyrirliðinn German Pezzella.

Leikmenn liða í efstu deild á Ítalíu halda áfram að bætast við listann en fjórir leikmenn Sampdoria og tveir leikmenn Juventus eru þegar komnir með veiruna.

Sjúkraþjálfari Fiorentina er einnig sýktur líkt og Amedeo Baldari, liðslæknir Sampdoria.

Knattspyrnuheimurinn er stopp vegna veirunnar og óljóst hvenær boltinn byrjar að rúlla aftur.
Athugasemdir
banner