Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
banner
   þri 14. mars 2023 22:42
Brynjar Ingi Erluson
„Margt sem við þurfum að vinna í"
Patrik Johannesen
Patrik Johannesen
Mynd: blikar.is
Blikar hafa ekki verið sannfærandi á undirbúningstímabilinu
Blikar hafa ekki verið sannfærandi á undirbúningstímabilinu
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Færeyski framherjinn Patrik Johannesen skoraði tvö fyrir Breiðablik í 3-2 tapinu gegn ÍBV í Lengjubikarnum í kvöld en það skiptir hann engu máli ef að liðið vinnur ekki leikinn. Blikar fara ekki í undanúrslit og hafa verið afar ósannfærandi á undirbúningstímabilinu.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  3 ÍBV

Patrik gekk í raðir Blika frá Keflavík eftir síðasta tímabil en hann hefur aðeins spilað tvo leiki í Lengjubikarnum.

Hann hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli en er nú klár í slaginn. Patrik skoraði þrjú mörk í Lengjubikarnum þetta árið en segir þó að liðið þurfi að laga margt áður en Besta deildin fer af stað.

„Við spiluðum vel með boltann en gerðum of mörg mistök þegar við vorum að byggja upp sóknir. Þeir refsuðu okkur fyrir það en við þurfum að laga margt á næstu vikum og það verður gaman að byrja tímabilið.“

„Við vorum að einbeita okkur að okkur sjálfum og hvað við ætluðum að gera í þessum leik. Þetta var bara venjulegur leikur fyrir okkur en aðalmálið var að spila vel og leggja okkur fram.“

„Ég vil alltaf vinna og fyrir mér snýst þetta um það. Það skiptir engu máli hver skorar mörkin,“
sagði Patrik við Fótbolta.net.

Patrik er ánægður með dvölina til þessa en var að glíma við meiðsli í byrjun ársins.

„Þeir hafa verið góðir. Ég hef verið í smá basli með meiðsli en ég er að verða 100 prósent. Ég fékk frí í desember og byrjaði í janúar þannig það var gott.“

Stefnan er að verja titilinn í haust.

„Við reynum alltaf að taka titilinn og ekkert annað skiptir máli þar.“

Patrik verður í færeyska landsliðshópnum sem spilar við Moldóvu og Makedóníu síðar í þessum mánuði en hann telur liðið eiga góða möguleika þar.

„Við höfum spilað áður á móti Moldóvu og gerðum 1-1 jafntefli árið 2021. Ég held að við getum unnið þá og svo er vináttuleikur gegn Makedóníu og vonandi getum við spilað tvo góða leiki,“ sagði Patrik í lokin.
Athugasemdir