Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   þri 14. mars 2023 22:42
Brynjar Ingi Erluson
„Margt sem við þurfum að vinna í"
Patrik Johannesen
Patrik Johannesen
Mynd: blikar.is
Blikar hafa ekki verið sannfærandi á undirbúningstímabilinu
Blikar hafa ekki verið sannfærandi á undirbúningstímabilinu
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Færeyski framherjinn Patrik Johannesen skoraði tvö fyrir Breiðablik í 3-2 tapinu gegn ÍBV í Lengjubikarnum í kvöld en það skiptir hann engu máli ef að liðið vinnur ekki leikinn. Blikar fara ekki í undanúrslit og hafa verið afar ósannfærandi á undirbúningstímabilinu.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  3 ÍBV

Patrik gekk í raðir Blika frá Keflavík eftir síðasta tímabil en hann hefur aðeins spilað tvo leiki í Lengjubikarnum.

Hann hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli en er nú klár í slaginn. Patrik skoraði þrjú mörk í Lengjubikarnum þetta árið en segir þó að liðið þurfi að laga margt áður en Besta deildin fer af stað.

„Við spiluðum vel með boltann en gerðum of mörg mistök þegar við vorum að byggja upp sóknir. Þeir refsuðu okkur fyrir það en við þurfum að laga margt á næstu vikum og það verður gaman að byrja tímabilið.“

„Við vorum að einbeita okkur að okkur sjálfum og hvað við ætluðum að gera í þessum leik. Þetta var bara venjulegur leikur fyrir okkur en aðalmálið var að spila vel og leggja okkur fram.“

„Ég vil alltaf vinna og fyrir mér snýst þetta um það. Það skiptir engu máli hver skorar mörkin,“
sagði Patrik við Fótbolta.net.

Patrik er ánægður með dvölina til þessa en var að glíma við meiðsli í byrjun ársins.

„Þeir hafa verið góðir. Ég hef verið í smá basli með meiðsli en ég er að verða 100 prósent. Ég fékk frí í desember og byrjaði í janúar þannig það var gott.“

Stefnan er að verja titilinn í haust.

„Við reynum alltaf að taka titilinn og ekkert annað skiptir máli þar.“

Patrik verður í færeyska landsliðshópnum sem spilar við Moldóvu og Makedóníu síðar í þessum mánuði en hann telur liðið eiga góða möguleika þar.

„Við höfum spilað áður á móti Moldóvu og gerðum 1-1 jafntefli árið 2021. Ég held að við getum unnið þá og svo er vináttuleikur gegn Makedóníu og vonandi getum við spilað tvo góða leiki,“ sagði Patrik í lokin.
Athugasemdir
banner