Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   þri 14. mars 2023 22:42
Brynjar Ingi Erluson
„Margt sem við þurfum að vinna í"
Patrik Johannesen
Patrik Johannesen
Mynd: blikar.is
Blikar hafa ekki verið sannfærandi á undirbúningstímabilinu
Blikar hafa ekki verið sannfærandi á undirbúningstímabilinu
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Færeyski framherjinn Patrik Johannesen skoraði tvö fyrir Breiðablik í 3-2 tapinu gegn ÍBV í Lengjubikarnum í kvöld en það skiptir hann engu máli ef að liðið vinnur ekki leikinn. Blikar fara ekki í undanúrslit og hafa verið afar ósannfærandi á undirbúningstímabilinu.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  3 ÍBV

Patrik gekk í raðir Blika frá Keflavík eftir síðasta tímabil en hann hefur aðeins spilað tvo leiki í Lengjubikarnum.

Hann hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli en er nú klár í slaginn. Patrik skoraði þrjú mörk í Lengjubikarnum þetta árið en segir þó að liðið þurfi að laga margt áður en Besta deildin fer af stað.

„Við spiluðum vel með boltann en gerðum of mörg mistök þegar við vorum að byggja upp sóknir. Þeir refsuðu okkur fyrir það en við þurfum að laga margt á næstu vikum og það verður gaman að byrja tímabilið.“

„Við vorum að einbeita okkur að okkur sjálfum og hvað við ætluðum að gera í þessum leik. Þetta var bara venjulegur leikur fyrir okkur en aðalmálið var að spila vel og leggja okkur fram.“

„Ég vil alltaf vinna og fyrir mér snýst þetta um það. Það skiptir engu máli hver skorar mörkin,“
sagði Patrik við Fótbolta.net.

Patrik er ánægður með dvölina til þessa en var að glíma við meiðsli í byrjun ársins.

„Þeir hafa verið góðir. Ég hef verið í smá basli með meiðsli en ég er að verða 100 prósent. Ég fékk frí í desember og byrjaði í janúar þannig það var gott.“

Stefnan er að verja titilinn í haust.

„Við reynum alltaf að taka titilinn og ekkert annað skiptir máli þar.“

Patrik verður í færeyska landsliðshópnum sem spilar við Moldóvu og Makedóníu síðar í þessum mánuði en hann telur liðið eiga góða möguleika þar.

„Við höfum spilað áður á móti Moldóvu og gerðum 1-1 jafntefli árið 2021. Ég held að við getum unnið þá og svo er vináttuleikur gegn Makedóníu og vonandi getum við spilað tvo góða leiki,“ sagði Patrik í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner