Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   þri 14. mars 2023 22:42
Brynjar Ingi Erluson
„Margt sem við þurfum að vinna í"
Patrik Johannesen
Patrik Johannesen
Mynd: blikar.is
Blikar hafa ekki verið sannfærandi á undirbúningstímabilinu
Blikar hafa ekki verið sannfærandi á undirbúningstímabilinu
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Færeyski framherjinn Patrik Johannesen skoraði tvö fyrir Breiðablik í 3-2 tapinu gegn ÍBV í Lengjubikarnum í kvöld en það skiptir hann engu máli ef að liðið vinnur ekki leikinn. Blikar fara ekki í undanúrslit og hafa verið afar ósannfærandi á undirbúningstímabilinu.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  3 ÍBV

Patrik gekk í raðir Blika frá Keflavík eftir síðasta tímabil en hann hefur aðeins spilað tvo leiki í Lengjubikarnum.

Hann hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli en er nú klár í slaginn. Patrik skoraði þrjú mörk í Lengjubikarnum þetta árið en segir þó að liðið þurfi að laga margt áður en Besta deildin fer af stað.

„Við spiluðum vel með boltann en gerðum of mörg mistök þegar við vorum að byggja upp sóknir. Þeir refsuðu okkur fyrir það en við þurfum að laga margt á næstu vikum og það verður gaman að byrja tímabilið.“

„Við vorum að einbeita okkur að okkur sjálfum og hvað við ætluðum að gera í þessum leik. Þetta var bara venjulegur leikur fyrir okkur en aðalmálið var að spila vel og leggja okkur fram.“

„Ég vil alltaf vinna og fyrir mér snýst þetta um það. Það skiptir engu máli hver skorar mörkin,“
sagði Patrik við Fótbolta.net.

Patrik er ánægður með dvölina til þessa en var að glíma við meiðsli í byrjun ársins.

„Þeir hafa verið góðir. Ég hef verið í smá basli með meiðsli en ég er að verða 100 prósent. Ég fékk frí í desember og byrjaði í janúar þannig það var gott.“

Stefnan er að verja titilinn í haust.

„Við reynum alltaf að taka titilinn og ekkert annað skiptir máli þar.“

Patrik verður í færeyska landsliðshópnum sem spilar við Moldóvu og Makedóníu síðar í þessum mánuði en hann telur liðið eiga góða möguleika þar.

„Við höfum spilað áður á móti Moldóvu og gerðum 1-1 jafntefli árið 2021. Ég held að við getum unnið þá og svo er vináttuleikur gegn Makedóníu og vonandi getum við spilað tvo góða leiki,“ sagði Patrik í lokin.
Athugasemdir
banner
banner