Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 14. maí 2019 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Einar um United: Þurfa að byrja næsta tímabil vel
Paul Pogba með boltann í leiknum gegn Cardiff. Aron Einar eltir.
Paul Pogba með boltann í leiknum gegn Cardiff. Aron Einar eltir.
Mynd: Getty Images
Aron Einar Gunnarsson lék kveðjuleik sinn fyrir Cardiff síðastliðinn sunnudag. Hann var á miðjunni þegar Cardiff vann 2-0 sigur á Manchester United á Old Trafford.

Aron segir að það hafi verið sætt að enda dvölina hjá Cardiff með þessum hætti

Gengi United undir lok tímabilsins var skelfilegt. Liðið hafði að engu að keppa í lokaumferðinni og Aron segir að það hafi sést.

„Það var fínt að spila gegn þessu liði. Manni fannst þeir vera - kannski ekki áhugalausir - en maður sá að tímabilið var búið hjá þeim. Maður sá það," sagði Aron í samtali við Fótbolta.net.

Ungir leikmenn eins og Mason Greenwood og Angel Gomes fengu tækifæri með United í leiknum.

„Ungu strákarnir sem fengu tækifæri þarna hafa hæfileika og það verður gaman að fylgjast með þeim. En það þarf eitthvað að gerast á Old Trafford ef þeir ætla sér í baráttu við þessu lið sem eru að stinga af, Liverpool og Manchester City."

Aron Einar spilaði undir stjórn Ole Gunnar Solskjær, núverandi stjóra Manchester United, hjá Cardiff á sínum tíma. Nær Ole Gunnar að lyfta United upp úr þessum vonbrigðarkafla?

„Maður veit aldrei hvernig það þróast. Það verður að koma í ljós. Hann náði því um leið og hann kom. Hann blés lífi í mannskapinn og við fengum að kynnast því í fyrsta leiknnum eftir að hann tók við. Hann kom til Cardiff og þeir unnu okkur 5-0, það var kraftur í þeim. Það er vonandi að hann nái að gera það sama í byrjun næsta tímabils. Þeir þurfa að byrja vel ef hann á að halda starfinu sínu," sagði landsliðsfyrirliðinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner