Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. maí 2019 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Þjálfari Sevilla ásakar Andre Silva um að gera sér upp meiðsli
Mynd: Getty Images
Portúgalski sóknarmaðurinn Andre Silva er hjá Sevilla að láni út tímabilið. Hann kom til félagsins í byrjun tímabils og fór vel af stað en honum hefur ekki gengið vel að undanförnu.

Silva var úrskurðaður frá út tímabilið vegna meiðsla en nokkrum dögum síðar var tilkynnt að hann yrði í leikmannahópi Portúgal sem keppir í úrslitum Þjóðadeildarinnar snemma í júní.

Joaquin Caparros, þjálfari Sevilla, er langt frá því að vera sáttur með Silva og segir hann vera að gera upp meiðslin.

„Við erum ekki heimskir. Andre Silva spilar ekki um helgina og þetta er mál sem þarf að tala um. Við erum að tala um náunga sem byrjaði tímablið mjög vel en hvarf svo," sagði Caparros.

„Ég bið Portúgal að kalla ekki á Silva fyrir Þjóðadeildina, það væri móðgandi fyrir íþróttina. UEFA ætti að rannsaka læknaskýrslurnar hans, okkar læknar telja hann ekki vera meiddan."

Andre Silva hefur svarað þessum ásökunum og segir ekkert vera til í þessu hjá þjálfaranum.

„Ég er ekki að þykjast vera meiddur, ég er búinn að vera í meðferð útaf þessum meiðslum. Ég er búinn að vera meiddur allt tímabilið, ég gat spilað í gegnum meiðslin í byrjun en svo varð það alltaf erfiðara," sagði Silva.

„Ég væri eflaust í lagi núna hefði ég ekki spilað í desember. Ég fann að ég þurfti hvíld en Sevilla þarfnaðist mín og mig langaði að spila."

Silva skoraði sjö mörk í sjö fyrstu leikjum sínum hjá Sevilla en hefur síðan þá aðeins skorað tvö í tuttugu leikjum.
Athugasemdir
banner
banner