Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 14. maí 2021 12:09
Elvar Geir Magnússon
Klopp á eftir að ræða við Mane - „Allt verður í fínu lagi"
Mane í leiknum í gær.
Mane í leiknum í gær.
Mynd: EPA
Sadio Mane, leikmaður Liverpool, var drullufúll eftir sigur Liverpool gegn Manchester United í gær og vildi ekki gefa stjóranum Jurgen Klopp fimmu eftir leikinn.

Mane byrjaði á bekknum og Klopp sagði eftir leikinn að Senegalinn hafi verið ósáttur við að hann hafi breytt hlutum á síðustu æfingu fyrir leik.

Klopp mætti á fréttamannafund í morgun í aðdraganda leiks gegn föllnu liði West Bromwich Albion sem fram fer á sunnudag. Hann segir að framkoma Mane sé ekkert stórmál.

„Fótbolti er leikur tilfinninga en allir gera kröfu á því að við höfum alltaf fulla stjórn á tilfinningunum. Það er samt ekki þannig. Svona gerðist hjá mér þegar ég var leikmaður og hjá öðrum leikmönnum sem ég hef þjálfað," segir Klopp.

„Ég hef enn ekki rætt við Mane en mun gera það og við klárum málið. Allt verður í fínu lagi. Svona hlutir gerast, þetta er ekki í fyrsta sinn í mínu lífi og verður líklega ekki í það síðasta."

Klopp býst við snúnum leik á sunnudaginn þrátt fyrir að West Brom sé þegar fallið úr deildinni.

„Sam Allardyce á skilið að fá virðingu fyrir það sem hann hefur gert hjá West Brom. Liðið hefur safnað stigum, ekki nægilega mörgum en spilamennska liðsins hefur orðið betri og hann hefur fengið inn góða leikmenn," segir Klopp.
Athugasemdir
banner
banner