fös 14. maí 2021 09:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sindri Snær braut tvö rifbein
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Sindri Snær Magnússon, leikmaður ÍA, braut tvö rifbein í leiknum gegn FH í gær.

Þetta staðfesti Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, í samtali við Fótbolta.net. Árni og Sindri lágu hlið við hlið á sjúkrahúsi í gær en Árni Snær sleit hásin í leiknum.

Sindri kom inn á sem varamaður í hálfleik í gær og skömmu síðar meiddist hann illa.

„Sindri Snær hefur leik á því að fara með fótinn rosalega hátt í Hörð Inga. Fær réttilega gult fyrir það. Þarf þar að auki að yfirgefa völlinn á börum. Alls ekki gott það," skrifaði Sverrir Örn Einarsson, textalýsandi Fótbolta.net, á 46. mínútu leiksins.

„Sindri liggur enn og menn stumra yfir honum. Get ekki betur séð en að það sé verið að hringja á sjúkrabíl og menn vilji lítið hreyfa hann. Honum hefur verið komið í læsta hliðarlegu og er verið að huga að honum," skrifaði Sverrir á 49. mínútu.

52. mín: „Úff það er ekki gott að horfa upp á þetta. Hér í stúkunni er dauðaþögn og fólk meðm hugan við velferð Sindra. Hann virðist hafa lent mjög illa á bakinu eftir að hafa brotið á Herði Inga"

54. mín: Sjúkrabíllnn er mættur og þeir farnir að huga að Sindra. Ég sendi honum allar mínar bestu kveðjur og vona svo sannarlega að þetta sé ekki eitthvað sem muni halda honum frá til lengri lengri tíma."

58. mín: „Sindri er kominn á sjúkrabörurnar og áhorfendur beggja liða klappa honum lof í lófa. Við vonum öll að við munum sjá þig á vellinum sem fyrst."

Nánar verður fjallað um málið í dag.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner