Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 14. maí 2022 10:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Markvörðurinn meiddist fjórum tímum fyrir gluggalok
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving.
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving lék í gær sinn fyrsta leik með Aftureldingu eftir að hafa komið til félagsins á láni frá Val.

Auður er nítján ára gömul og hefur síðustu tvö sumur verið á láni hjá ÍBV. Hún á að baki 21 leik fyrir yngri landsliðin og var valin í A-landsliðið í fyrra.

Að undanförnu hefur hún glímt við meiðsli en hún byrjaði hjá Aftureldingu í gær og átti mjög góðan leik á milli stanganna í sigri gegn Keflvíkingum.

Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar, er gríðarlega ánægður með að fá Auði í hópinn. Hún kom til félagsins rétt áður en glugginn lokaði.

„Ég vil þakka Breiðablik og Val, sérstaklega Val fyrir að lána okkur Auði markmann fimm mínútum fyrir lok gluggans. Eva, markvörðurinn okkar, meiðist á æfingu fjórum klukkutímum fyrir gluggalok. Miklar þakkir."

„Auður var frábær í dag, geggjað," sagði Alexander. „Hún er búin að vera í löngum meiðslum og að koma svona inn, þetta gera karakterar."

Það var nóg að gera hjá Aftureldingu á gluggadeginum því þær fengu líka miðjumann frá Spáni, Sólveigu Jóhannesdóttur Larsen á láni frá Val og Zandy Soree á láni frá Breiðabliki. Mikil meiðslavandræði hafa verið í leikmannahópi Aftureldingu og því var hópurinn styrktur vel áður en glugginn lokaði.
Alexander Aron: Eitt það skemmtilegasta við fótbolta að lenda í smá mótlæti
Athugasemdir
banner
banner