
ÍA tekur á móti Aftureldingu í 16-liða úrslitum Mjólkurbikar karla á Elkem-vellinum klukkan 17:30 í dag og eru byrjunarliðin mætt í hús.
Bæði lið töpuðu síðustu deildarleikjum sínum, Afturelding fór vestur á Ísafjörð þar sem heimamenn í Vestra unnu 2-0 sigur á Mosfellingum. Þá fóru Skagamenn á N1-völlinn að Hlíðarenda og lágu kylliflatir gegn Völsurum, en leikurinn endaði 6-1 fyrir heimamönnum og lið ÍA mætir því líklega með blóð á tönnunum í þennan bikarleik.
Lestu um leikinn: ÍA 0 - 1 Afturelding
Báðir þjálfarar gera tvær breytingar á liðum sínum en helsta athygli vekur að Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna, tekur tvo af þremur miðvörðum liðsins úr byrjunarliðinu en það eru þeir Hlyn Sævar Jónsson og Oliver Stefánsson sem setjast á bekkinn.
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, gerir þá einnig tvær breytingar á sínu liði. Arnar Daði Jóhannesson kemur í markið í stað Jökuls Andréssonar og Þórður Gunnar Hafþórsson byrjar í stað Arons Jóhannssonar.
Byrjunarlið ÍA:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
5. Baldvin Þór Berndsen
7. Haukur Andri Haraldsson
8. Albert Hafsteinsson
9. Viktor Jónsson
13. Erik Tobias Sandberg
16. Rúnar Már S Sigurjónsson (f)
17. Gísli Laxdal Unnarsson
18. Guðfinnur Þór Leósson
19. Marko Vardic
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
Byrjunarlið Afturelding:
12. Arnar Daði Jóhannesson (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
3. Axel Óskar Andrésson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
10. Elmar Kári Enesson Cogic
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
19. Sævar Atli Hugason
20. Benjamin Stokke
21. Þórður Gunnar Hafþórsson
25. Georg Bjarnason
77. Hrannar Snær Magnússon