Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 14. júní 2019 11:33
Elvar Geir Magnússon
Fornals til West Ham (Staðfest)
Pablo Fornals í treyju West Ham.
Pablo Fornals í treyju West Ham.
Mynd: Getty Images
West Ham hefur keypt spænska sóknarmiðjumanninn Pablo Fornals fyrir 24 milljónir punda. Hann kemur frá Villarreal á Spáni.

Þessi 23 ára leikmaður gerði fimm ára samning með möguleika á framlengingu um eitt ár.

Fornals er með Spáni í lokakeppni EM U21 landsliða en kemur til West Ham þegar mótinu er lokið.

Í samtali við heimasíðu West Ham segist Fornals þakklátur fyrir það tækifæri að spila fyrir West Ham.

Mario Husillos, yfirmaður fótboltamála hjá West Ham, vann hjá Villarreal og þekkir Fornals vel.


Athugasemdir
banner
banner