Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 14. júní 2021 10:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eriksen: Mér líður betur núna en vil skilja hvað gerðist
Mynd: Getty Images
Ítalska Gazzettan birti í gær nokkur orð frá Christian Eriksen, hans fyrstu orð til almennings frá atvikinu óhugnanlega á laugardag.

Eriksen féll til jarðar undir lok fyrri hálfleiks í leik gegn Finnlandi, í fyrsta leik liðanna á Evrópumótinu. Hann fór í hjartastopp en snögg viðbrögð aðila á vellinum björguðu lífi hans.

„Takk fyrir, ég mun ekki gefast upp. Mér líður betur núna en vil skilja hvað gerðist. Ég vil þakka ykkur öllum fyrir það sem þið gerðuð fyrir mig," sagði Eriksen en Gazzettan fékk þessi orð Eriksen frá umboðsmanni leikmannsins.

Eriksen er á sjúkrahúsi og óvíst hversu lengi hann verður þar. Hann ræddi við liðsfélaga sína á FaceTime í gær og var í góðum gír.
Athugasemdir
banner
banner
banner