Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 13. júní 2021 18:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eriksen í góðum gír á Facetime
Eriksen í leik gegn Íslandi.
Eriksen í leik gegn Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, ræddi við danska hópinn á Facetime í morgun.

Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfari Danmerkur, sagði frá þessu á blaðamannafundi í dag.

Eriksen féll til jarðar undir lok fyrri hálfleiks í leik gegn Finnlandi, í fyrsta leik liðanna á Evrópumótinu. Hann fór í hjartastopp en snögg viðbrögð aðila á vellinum björguðu lífi hans.

Eriksen var víst í góðum gír á spítalanum þegar hann ræddi við liðsfélaga sína. Hjulmand sagði að Eriksen hefði verið með bros á vör og grínaðist með það að hann þyrfti að fara að koma sér á æfingasvæðið.

Það er óvíst hvort Eriksen spili aftur fótbolta, en það er auðvitað bara aukaatriði. Það sem skiptir langmestu máli er að hann er á lífi.

Hann sagði jafnframt: „Christian vill að við höldum áfram að spila og það munum við gera. Við viljum spila fyrir Christian."

Næsti leikur Danmerkur er gegn Belgíu á fimmtudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner